Mannlíf

Fjölbreytt dagskrá á seinni sýningarhelgi Ferskra vinda í Garði
Fimmtudagur 11. janúar 2018 kl. 14:28

Fjölbreytt dagskrá á seinni sýningarhelgi Ferskra vinda í Garði

Um helgina, laugardag og sunnudag 14:00 – 17:00, fer fram seinni sýningarhelgi Ferskra vinda í Garði. Sýningin samanstendur af skoðun á listaverkum listamannanna og ýmiskonar atriðum sem listamennirnir framkvæma á þeim stöðum sem stoppað verður á.

Fjörutíu listamenn af tuttugu og einu þjóðerni, hafa verið að störfum í Garðinum síðasta mánuðinn og listaverkin á nokkrum stöðum í Garðinum. T.a.m. utan við og inni í Íþróttamiðstöð, í Útskálahúsi, í báðum vitum og Byggðasafni á Garðskaga.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Byrjað er kl. 14:00 í sal bæjarskrifstofu, að Sunnubraut 4, og þaðan farið í rútu á milli fyrrnefndra staða, listaverk skoðuð og listamenn framkvæma gjörninga, leika tónlist, dansa o.fl.

Sýningarnar eru opnar öllum og án aðgangseyris og eru íbúar í Garði hvattir sérstaklega, til að mæta og skoða.