Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjör og fjölbreytt dagskrá á Sandgerðisdögum
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
fimmtudaginn 29. ágúst 2019 kl. 07:39

Fjör og fjölbreytt dagskrá á Sandgerðisdögum

Sandgerðisdagar hófust í byrjun vikunnar og dagskráin er fjölbreytt að venju. Setning Sandgerðisdaga verður á föstudag við Sandgerðisskóla kl. 11 til 12. Hún nær hápunkti á laugardagskvöld þegar flugeldasýning verður við höfnina kl. 23.

Einn af vinsælli atburðum á hverju ári eru svokölluð Lodduganga en hún er á fimmtudagskvöld kl. 20 til 22. Gengið er frá Vörðunni. Á föstudag verður hinn árlegi og skemmtilegi knattspyrnuleikur milli Norður- og Suðurbæjar kl. 16 til 18.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sagna- og söngvakvöld verður kl. 17 til 19 í Efra Sandgerði. Þá verður stórdansleikur með hljómsveitinni Albatross í Samkomuhúsinu kl. 23. Á laugardag verður golfmót á Kirkjubólsvelli og síðan rekur hver viðburðurinn annan allan laugardaginn. Á hátíðarsviðinu munu m.a. Emmsjé Gauti, Auður og Aron Can koma fram.

Nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu Suðurnesjabæjar.