Fjölbreytt dagskrá 17.júní í Garðinum
Að venju verður heilmikið um að vera 17.júní í Garðinum. Félagasamtök í Garðinum mynda sérstaka þjóðhátíðanefnd og hafa að undanförnu fundað stíft til að undirbúa hátíðahöldin Dagskráin fer fram í og við Íþróttamiðstöðina. Hefðbundin atriði verða s.s. hátíðaræða, ávarp fjallkonu og ávarp nemanda úr 10.bekk Gerðaskóla. Margt verður svo til skemmtunar. Idol-Garður, söngvarakeppni. Dans og söngatriði svo eitthvað sé nefnt. Fyrir utan húsið verður bílalestin, hoppukastali. Kaffisala verður í Íþróttamiðstöðinni og fyrir utan verða seldar pylsur o.fl.
Rétt er að vekja athygli á að haldin verður dúkku- og brúðusýning í húsnæði Seglagerðarinnar að Gauksstaðavegi 2.
Rétt er að vekja athygli á að haldin verður dúkku- og brúðusýning í húsnæði Seglagerðarinnar að Gauksstaðavegi 2.