Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 22. febrúar 2001 kl. 10:41

Fjölbreytileiki og litadýrð hjá Fríðu

Fríða Rögnvaldsdóttir bauð vinum og vandamönnum á myndlistarsýningu fyrir skömmu í Svarta Pakkhúsinu en hún var einnig að fagna hálfrar aldar afmæli sínu.

Mynd: Fríða Rögnvalds og Halla Harðardóttir vinkona hennar við opnun sýningarinnar.Margt var um manninn og kunnu gestir vel að meta handverk Fríðu en hún er nú búsett í Belgíu þar sem hún leggur stund á myndlistarnám. Verkin á sýningunni eru unnin með olíu en þau eru öll frá síðasta ári. Þeir sem vilja skoða sýninguna geta lagt leið sína í Hringlist á Hafnargötu en þar munu verkin hanga út febrúarmánuð.

Mynd: Fríða ásamt eiginmanni sínum, systur, móður og stjúpsyni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024