FJÖLBRAUTASKÓLA SUÐURNESJA SLITIÐ
FjölbrautaskóliSuðurnesja:Fagnaði stúdentumSjötíu og átta nemendur útskrifuðust af vorönn Fjölbrautarskóla Suðurnesja laugardaginn 22. maí sl. Flestir útskrifuðust af stúdentsbrautum eða 53, tuttugu og þrír af iðnbrautum, 19 af starfsnámsbrautum, 5 af vélstjórnarbrautum og einn lauk meistaranámi í rafvirkjun. Þá átti Reykjanesbær langflesta stúdentana eða 49 af 78. Sparisjóðurinn í Keflavík gaf margvísleg verðlaun fyrir námsárangur og Landsbankinn í Keflavík veitti verðlaun vegna málmsuðukeppni. Þá verðlaunaði Alliance Francaise nemanda fyrir góðan árangur í ritgerðarsamkeppni á frönsku. Hæstu einkunn á stúdentsprófi náði Bjarnfríður Einarsdóttir og hlaut hún verðlaun frá Sparisjóðnum í Keflavík að launum.