Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjóla Ósland sýnir í Kaffitár
Þriðjudagur 3. september 2013 kl. 14:18

Fjóla Ósland sýnir í Kaffitár

Fjóla málar í Þýskalandi á meðan Guðmundur eiginmaður hennar þjálfar handboltalið Rhein Neckar Löwen.

Fjóla Ósland Hermannsdóttir heldur sína fyrstu einkasýningu í Kaffitár á Ljósanótt. Fjóla sem á sterkar tengingar við Reykjanesbæ þar sem hún bjó um nokkurra ára skeið sem barn segir það einstaklega ánægjulegt að hennar fyrsta sýning sé haldin í hennar gamla heimabæ.

Hún er búsett skammt frá Heidelberg í Þýskalandi þar sem eiginmaður hennar, Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfar í Rhein Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni. Hún segir að lífið í kringum handboltann sé annasamt og skemmtilegt þar sem mikil stemning ríki í kringum deildina. En það sé henni mikilvægt að finna tíma til að mála og sinna hönnunarverkefnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjóla útskrifaðist árið 2007 sem textíl og fatahönnuður. Undanfarin átta ár hefur Fjóla unnið að list sinni hér heima, í Danmörku og Þýskalandi. Hún málar með akrýl og notast við blandaða tækni. Sýningin ber heitið Annar heimur og segist Fjóla leitast við að ná fram dýpt í myndum sínum og teflir fram geómetrískum formum á móti lífrænum. „Lagskipting og flétta milli laga gefur myndunum dýpt og rými,“ segir Fjóla.