Fjóla Oddgeirsdóttir fékk verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn í 10. bekk
Njarðvíkurskóla var slitið 6. júní. Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í öllum árgöngum auk þess sem valdir voru nemendur úr öllum bekkjum sem taldir eru vera til fyrirmyndar í kurteisi, vinsemd og hjálpsemi. Þá voru valdir fyrirmyndarbekkir á yngra og eldra stigi fyrir framkomu og umgengni og nokkrir nemendur fengu verðlaun fyrir framúrskarandi skólasókn.
Að venju spiluðu nemendur Njarðvíkurskóla, sem einnig stunda nám í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, á hljóðfæri við skólaslitin.
Fjóla Oddgeirsdóttir fékk verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn í 10. bekk, auk þess sem hún fékk hæstu einkunn í íslensku, ensku og samfélagsfræði á samræmdum prófum í 10. bekk, glæsilegur árangur það. Þess má geta að Fjóla stundaði nám við Listdansskóla Íslands með grunnskólanáminu og hefur fengið inngöngu í Konunglega sænska ballettskólann í Stokkhólmi á næsta ári þar sem hún kemur til með að stunda nám í klassískum ballett.
Hæstu einkunn í stærðfræði og náttúrufræði á samræmdum prófum fékk Drífa Þöll Reynisdóttir en Þorgerður Anja Snæbjörnsdóttir, nemandi í 8. bekk, fékk hæstu einkunn í dönsku á samræmdum prófum. Lionsklúbburinn Æsa, Lionsklúbbur Njarðvíkur, Danska sendiráðið, Penninn Eymundsson og Sparisjóðurinn í Keflavík gáfu verðlaun fyrir góðan námsárangur á samræmdum prófum.
Kvenfélagið Njarðvík veitti Brynhildi Aradóttur í 9. bekk, verðlaun fyrir textílmennt og Kristni Sædal Geirssyni, verðlaun fyrir góðan árangur í hönnun og smíði. Soroptimistaklúbbur Keflavíkur veitti Sindra Ólafi Sigurðssyni Szavas, verðlaun fyrir góðan námsárangur í myndlist og Samkaup hf. Veitti Kristófer Viktori Karlssyni verðlaun fyrir góðan árangur í heimilisfræði. Þá fengu Guðbjörg Guðmundsdóttir og Þorsteinn Halldórsson verðlaun fyrir góðan námsárangur í tákni með tali, Elsa Björk Einarsdóttir verðlaun fyrir skrautskrift, Marín Hrund Magnúsdóttir verðlaun fyrir skrift, Sölvi Logason verðlaun fyrir lestur og Ævar Már Ágústsson verðlaun fyrir félagsstörf.
Á skólaslitum var sagt frá brunni sem nemendur bjuggu til í vetur á þemadögum um vatnið. Í hann höfðu nemendur safnað 17.399 krónum sem afhentar hafa verið Hjálparstofnun kirkjunnar í brunnasjóð.
Að lokum var nemendum, foreldrum og starfsmönnum þakkað fyrir sérstaklega gott starf í vetur og boðið að þiggja veitingar.
Að venju spiluðu nemendur Njarðvíkurskóla, sem einnig stunda nám í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, á hljóðfæri við skólaslitin.
Fjóla Oddgeirsdóttir fékk verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn í 10. bekk, auk þess sem hún fékk hæstu einkunn í íslensku, ensku og samfélagsfræði á samræmdum prófum í 10. bekk, glæsilegur árangur það. Þess má geta að Fjóla stundaði nám við Listdansskóla Íslands með grunnskólanáminu og hefur fengið inngöngu í Konunglega sænska ballettskólann í Stokkhólmi á næsta ári þar sem hún kemur til með að stunda nám í klassískum ballett.
Hæstu einkunn í stærðfræði og náttúrufræði á samræmdum prófum fékk Drífa Þöll Reynisdóttir en Þorgerður Anja Snæbjörnsdóttir, nemandi í 8. bekk, fékk hæstu einkunn í dönsku á samræmdum prófum. Lionsklúbburinn Æsa, Lionsklúbbur Njarðvíkur, Danska sendiráðið, Penninn Eymundsson og Sparisjóðurinn í Keflavík gáfu verðlaun fyrir góðan námsárangur á samræmdum prófum.
Kvenfélagið Njarðvík veitti Brynhildi Aradóttur í 9. bekk, verðlaun fyrir textílmennt og Kristni Sædal Geirssyni, verðlaun fyrir góðan árangur í hönnun og smíði. Soroptimistaklúbbur Keflavíkur veitti Sindra Ólafi Sigurðssyni Szavas, verðlaun fyrir góðan námsárangur í myndlist og Samkaup hf. Veitti Kristófer Viktori Karlssyni verðlaun fyrir góðan árangur í heimilisfræði. Þá fengu Guðbjörg Guðmundsdóttir og Þorsteinn Halldórsson verðlaun fyrir góðan námsárangur í tákni með tali, Elsa Björk Einarsdóttir verðlaun fyrir skrautskrift, Marín Hrund Magnúsdóttir verðlaun fyrir skrift, Sölvi Logason verðlaun fyrir lestur og Ævar Már Ágústsson verðlaun fyrir félagsstörf.
Á skólaslitum var sagt frá brunni sem nemendur bjuggu til í vetur á þemadögum um vatnið. Í hann höfðu nemendur safnað 17.399 krónum sem afhentar hafa verið Hjálparstofnun kirkjunnar í brunnasjóð.
Að lokum var nemendum, foreldrum og starfsmönnum þakkað fyrir sérstaklega gott starf í vetur og boðið að þiggja veitingar.