Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fjallahjólabraut opnuð á Ásbrú
Svipmyndir frá opnun brautarinnar. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 14. maí 2021 kl. 11:08

Fjallahjólabraut opnuð á Ásbrú

Ný fjallahjólabraut var opnuð í hlíðum Ásbrúar í gær. Nú stendur yfir barna- og ungmennahátíðin BAUN og opnun brautarinnar var hluti af þeirri dagskrá. Markmið Baun-hátíðarinnar er að gera sköpun barna og ungmenna hátt undir höfði auk þess að draga fram allt það jákvæða sem stendur börnum og fjölskyldum til boða í Reykjanesbæ, þeim að kostnaðarlausu.

„Starfsfólk umhverfissviðs Reykjanesbæjar með dyggri aðstoð Arnalds og Kára frá Hjólaleikfélaginu hafa útbúið hér skemmtilega og krefjandi fjallahjólabraut og þar með fjölgað afþreyingarmöguleikum í bænum. Ég vil þakka þeim framtakið og verktökunum fyrir að gera svona flotta braut. Brautin er staðsett á verðandi skólalóð á Ásbrú og bráðlega verður hér settur upp ærslabelgur og sparkvöllur,“ sagði Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar við opnun brautarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölmörg ungmenni mættu á svæðið og léku sér í brautinni sem þykir vel lukkuð og skemmtileg viðbót við afþreyingu.

Svipmyndir frá opnun brautarinnar. VF-myndir: Hilmar Bragi