Fjallað um Bláa lónið á ABC sjónvarpsstöðinni
ABC sjónvarpsstöðin fjallaði á dögunum um einstaka staði sem áhugavert væri að heimsækja fyrir lítinn pening. Bláa lónið er nefnt sem einn af þessum einstöku stöðum þar sem gott er að fara og láta dekra við sig og slaka á í lóninu fræga. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá umfjöllunina um Bláa lónið og fleiri áhugaverða staði sem gaman væri að heimsækja.