Fitjarnar fínpússaðar á sumardaginn fyrsta!
Stýrihópur Staðardagskrár 21 og verkefnisstjórn Visverndar í verki standa fyrir umhverfisdegi í Reykjanesbæ á sumardaginn fyrsta, 25. apríl nk., undir kjörorðinu "Tökum til á Fitjum".Verkefni umhverfisdagsins er hreinsun á framtíðar útivistarsvæði íbúa í Reykjanesbæ, Fitjunum. Íbúar eru hvattir til að mæta og láta hendur standa fram úr ermum. Hreinsun hefst um kl. 14.00 og stendur til 17.00.
Gott er að hafa með sér plastpoka og hrífu og er fólk hvatt til þess að klæða sig vel.
Gott er að hafa með sér plastpoka og hrífu og er fólk hvatt til þess að klæða sig vel.