Fitjað upp á Kynslóðabrú
Í tilefni af opnun prjónatorgs í verslun sinni færði Samkaup fulltrúum félagsmiðstöðva unglinga og tómstundastarfs eldri borgara í Reykjanesbæ sitt hvora körfuna af prjónagarni.
Þar sem Kynslóðabrúin er þema ársins 2003 hjá menningar-, íþrótta- og tómstundasviði Reykjanesbæjar hefur verið ákveðið að prjóna "Kynslóðabrú" í samvinnu eldri borgara og Fjörheima. Með þessu framtaki vonast forsvarsmenn Samkaupa að leggja lítið eitt á vogarskálarnar í forvarnarmálum en markmiðið er að gefa sköpunargáfunni lausan tauminn og auka samkennd.
Pjónaklúbburinn Kynslóðabrúin mun starfa vikulega og hittast í Selinu, Vallarbraut 4 alla þriðjudaga kl. 16:00 fram að áramótum og eru allir bæjarbúar velkomnir að taka þátt.
Þar sem Kynslóðabrúin er þema ársins 2003 hjá menningar-, íþrótta- og tómstundasviði Reykjanesbæjar hefur verið ákveðið að prjóna "Kynslóðabrú" í samvinnu eldri borgara og Fjörheima. Með þessu framtaki vonast forsvarsmenn Samkaupa að leggja lítið eitt á vogarskálarnar í forvarnarmálum en markmiðið er að gefa sköpunargáfunni lausan tauminn og auka samkennd.
Pjónaklúbburinn Kynslóðabrúin mun starfa vikulega og hittast í Selinu, Vallarbraut 4 alla þriðjudaga kl. 16:00 fram að áramótum og eru allir bæjarbúar velkomnir að taka þátt.