Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fiskur og franskar á fjörugum föstudegi í Grindavík
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 22. nóvember 2019 kl. 10:20

Fiskur og franskar á fjörugum föstudegi í Grindavík

Eiríkur Dagbjartsson útgerðarstjóri hjá Þorbirni í Grindavík á von á allt að 1000 manns í fisk og franskar í fyrirtækinu í dag. Fjörugur föstudagur er í Grindavík í dag og af því tilefni býður Þorbjörn hf. gestum og gangandi upp á Fish’n’chips á breska vísu en færustu steikingameistarar The Chesterford Group sem rekur veitingastaðina Fish ´n chickn og Churchill´s í London og nágrenni eru komnir til Grindavíkur og verða við djúpsteikingapottana síðdegis.

Þorbjörn hf. hefur boðið upp á Fish’n’chips árlega síðan 2013 og viðburðurinn hefur stækkað með hverju árinu sem líður. Bretarnir sem sjá um eldamennskuna eru frá stærsta viðskiptavini fyrirtækisins í Bretlandi og kaupa um 150 tonn árlega af þorskflökum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í dag er svokallaður Fjörugur föstudagur við Hafnargötuna í Grindavík þar sem verslanir og fyrirtæki eru með tilboð og viðburði í tilefni dagsins.


Að neðan má sjá innslag um fisk og franskar úr Suðurnesjamagaíni í fyrra.