Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Fiskur, íþróttir, Festi og fertugsafmæli
    Börn stilla sér upp með verk sín.
  • Fiskur, íþróttir, Festi og fertugsafmæli
Miðvikudagur 7. maí 2014 kl. 08:54

Fiskur, íþróttir, Festi og fertugsafmæli

- þemadögum í Grindavík.

Skapandi starf einkenndi þemadagana í Grunnskóla Grindavíkur í apríl. Í einum hóp á yngsta stigi var unnið  með brúðuleikhús. Gengið var út frá fjórum þáttum sem tengjast Grindavík sterkum böndum þ.e. sjávarútvegurinn, íþróttir, félagsheimilið Festi og Grindavík 40 ára.

Rifjað var upp að félagsheimilið Festi var náttúrulega aðalstaðurinn því þangað sóttu margir á ýmis konar skemmtanir. Körfuboltinn skipar stóran sess í Grindavík enda liðin okkar ávallt í toppbaráttu. „Fast við sóttum sjóinn og gerum enn og bærinn okkar hefur verið kaupstaður síðan árið 1974.“ Nemendur sköpuðu brúður úr pappír og dagblöðum og máluðu sviðsmynd út frá hverju viðfangsefni. Sýnt var á afmælisdeginum sjálfum og síðan endurtekið á sal skólans daginn eftir þar sem þessar myndir voru teknar. Ekki var annað að sjá en aðrir nemendur nytu þess að fylgjast með.  María Eir Magnúsdóttir kennari stjórnaði verkefninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024