Fiskihlaðborð í náttúrufræði í Garði
Á dögunum var verklegur tími hjá 8. bekk nemenda í Gerðaskóla í Garði í náttúrufræði. Að ósk kennarans, söfnuðu skipverjar á Sigurfara GK eins mörgum fiskitegundum og þeir gátu í róðrinum á þriðjudag.
Nemendur fengu svo aflann til að skoða, kryfja og læra um á allan mögulegan hátt, nemendum og kennara til ómældrar ánægju og fróðleiks, segir í frétt á vef Sveitarfélagsins Garðs.
Fleiri áhugaverðar myndir frá kennslustundinni er hægt að skoða hér í frétt á heimasíðu skólans.