Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

First Lego hjá Keili um helgina
Fimmtudagur 11. nóvember 2010 kl. 16:50

First Lego hjá Keili um helgina

FIRST LEGO keppnin býður nemendum á grunnskólaaldri upp á gáskafullt en innihaldsríkt nám um leið og þeim er hjálpað til að uppgötva þá skemmtun sem hafa má af vísindum og tækni. Keppnin verður þetta árið haldin 13. nóvember hjá Keili á Ásbrú.

Hugmyndafræði keppninnar er að nemendur læri að vinna saman og taka þátt í nýsköpun og framleiðslu á einhvers konar tæki sem gagnast samfélaginu. Á hverju ári er keppninni valið ákveðið þema til að vinna með.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Markmið með keppninni er að vekja áhuga grunnskólanema á vísindum og tækni ásamt því að byggja upp sjálfstraust þeirra, leiðtogahæfni og lífsleikni.

Keppendur eru á aldrinum 9 til 16 ára og hvert lið samanstendur af 6-10 börnum og að minnsta kosti einum fullorðnum liðsstjóra. Öll lið fá senda þrautabraut og keppnisboli átta vikum fyrir keppni til þess að undirbúa sig.

Keppnin felst í eftirfarandi þáttum:

* Smíði á vélmenni úr tölvustýrðu LEGO og að forrita það til að leysa ákveðnar þrautir

* Rannsóknarverkefni

* Dagbók / ferilskráning

* Skemmtiatriði


Þetta er keppni sem allir sigra í, því félagsandinn og skemmtunin við að vinna að verkefninu, fyrir utan allan lærdóminn sem í þátttöku felst, eru vegarnesti fyrir lífið sjálft. Allir þátttakendur fá FLL medalíu í viðurkenningarskyni.