Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Finnst Ljósanótt æði
Birna Björg Davíðsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
laugardaginn 3. september 2022 kl. 10:00

Finnst Ljósanótt æði

Birna Björg Davíðsdóttir kunni að meta rigninguna og kuldann á Íslandi í sumar eftir að hafa upplifað hitabylgju á Ítalíu. Hún nýtti sumarið í að hitta fjölskyldu og vini og vinna. Henni finnst Ljósanótt æði en hún ætlar að fylgjast með hátíðinni í gegnum netið í ár þar sem hún verður að vinna.
Hvernig varðir þú fyrsta sumarfríinu án takmarkana?

„Ég nýtti öll tækifæri til að hitta vini og fjölskyldu og var dugleg að vinna.“

Hvað stóð upp úr?

„Það sem stóð upp úr í sumar var heimsókn til Mílanó á Ítalíu með kærastanum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Birna Björg og kærasti hennar á Ítalíu í sumar

Hvað kom skemmtilega á óvart í sumar?

„Það kom skemmtilega á óvart í sumar hvað ég kunni að meta rigninguna og kuldann á Íslandi eftir að hafa upplifað hitabylgju í Ítalíu.“

Áttu þér uppáhaldsstað til að sækja heim innanlands?

„Uppáhalds staðurinn minn til að sækja heim innanlands er litli bústaðurinn hennar ömmu.“

Birna Björg ásamt Söndru, vinkonu sinni

Hvað ætlar þú að gera í vetur?

„Í vetur ætla ég að vera í skólanum, ég er að klára þriðja árið í háskóla og svo bara vinna og vera dugleg að hitta fólkið mitt.“

Hvernig finnst þér Ljósanótt?

„Mér finnst Ljósanótt æði!“

Hvaða viðburði ætlar þú að sækja á Ljósanótt?

„Ég er því miður að vinna á Ljósanótt í ár en ég hlakka til að fylgjast með í gegnum netið.“

Hver er besta minningin þín frá Ljósanótt?

„Besta minningin mín frá Ljósanótt er þegar við slepptum blöðrunum fyrir framan Myllubakkaskóla og auðvitað flugeldasýningin.“