Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Finnst leiðinlegt að hafa ekkert að gera
Sunnudagur 26. nóvember 2017 kl. 06:00

Finnst leiðinlegt að hafa ekkert að gera

- Jenný Geirdal er grunnskólanemi vikunnar

Grunnskólanemi: Jenný Geirdal Kjartansdóttir.

Í hvaða skóla ertu? Grunnskóla Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver eru áhugamálin þín? Körfubolti og fótbolti.

Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? Er í 10. bekk og er 15 ára.

Hvað finnst þér best við það að vera í Grunnskóla Grindavíkur? Skemmtilegir krakkar og gott félagslíf.

Ertu búinn að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Já, ég ætla í skóla í Reykjavík.

Ertu að æfa eitthvað? Já, æfi körfu og fótbolta.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með vinum og spila körfubolta og fótbolta.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Hafa ekkert að gera.

Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall? Hindber.

Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Get ekki verið án símans.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Er ekki búin að ákveða það.

Uppáhalds matur: Plokkfiskur.
Uppáhalds tónlistarmaður: Russ og Camilla Cabello.
Uppáhalds app:  Snapchat og Instagram.
Uppáhalds hlutur: Rúmið mitt.
Uppáhalds þáttur: Jane the Virgin og The Night Shift.