Finnst leiðinlegast að laga til og læra heima

- Ester Júlía Gustavsdóttir er grunnskólanemi vikunnar

Eshter Júlía Gustavsdóttir er grunnskólanemi vikunnar, hún æfir mark í fótbolta, hefur gaman af því að ferðast og gæti ekki verið án internetsins.

Grunnskólanemi: Esther Júlía Gustavsdóttir.

Í hvaða skóla ertu? Ég er í Njarðvíkurskóla.

Hvar býrðu? Ég bý í Reykjanesbæ.

Hver eru áhugamálin þín? Ég hef áhuga á fótbolta, leiklist og að skíða.

Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul? Ég er í 7. bekk og er 12 ára.

Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum? Kennararnir.

Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift? Fara í framhaldsskóla.

Ertu að æfa eitthvað? Ég æfi mark í fótbolta.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Ferðast.

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Laga til og læra heima.

Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall? Skinkuvefju frá Sóma.

Án hvaða hlutar getur þú ekki verið? Internetsins.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Atvinnumaður í fótbolta eða leikari.

Uppáhalds matur: Skyndibiti.
Uppáhalds tónlistarmaður: Drake aða Beyonce.
Uppáhalds app: Youtube.
Uppáhalds hlutur: Rúmið mitt.
Uppáhalds þáttur: The Good Place.