Finnst leiðinlegast að hlaupa
- Sesselja Ósk er grunnskólanemi vikunnar
Nafn: Sesselja Ósk Stefánsdóttir.
Í hvaða skóla ertu?
Myllubakkaskóla.
Hvar býrðu?
Í Reykjanesbæ.
Hver eru áhugamálin þín?
Að dansa, syngja, leika og fimleikar.
Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gömul?
Ég er í sjötta bekk, ég er tólf ára.
Hvað finnst þér best við það að vera í skólanum?
Að hitta vini mína.
Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera eftir útskrift?
Nei, ekki alveg.
Ertu að æfa eitthvað?
Já, söng.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Syngja, dansa og hanga með vinum.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera?
Að hlaupa.
Hvað myndir þú kaupa þér fyrir þúsund kall?
Örugglega mat fyrir fjölskylduna mína og nammi.
Án hvaða hlutar getur þú ekki verið?
Símans minns.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?
Förðunarfræðingur eða bakari.
Uppáhalds matur: Pizza.
Uppáhalds tónlistarmaður: Ariana Grande og Ed Sheeran.
Uppáhalds app: Snapchat og Instagram.
Uppáhalds hlutur: Síminn minn.
Uppáhalds þáttur: Friends og Riverdale.