Fimmtíu manns í bjórhlaupi í Garðinum
Yfir fimmtíu manns mættu í bjórhlaup Litla brugghússins á bæjarhátíð Suðurnesjabæjar í gær. Stemmningin var góð og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og sendu blíðu í Garðinn.
Þetta er í fyrsta skipti sem bjórhlaup fer fram. Hér er ekki keppt til sigurs heldur er þátttakan aðal atriðið. Það mátti sjá þar sem gleðin skein úr andlitum keppenda sem þurftu að ljúka við fjóra bjóra í hlaupinu, einn við upphafsreit og síðan einn á hverjum áfangastað. Sá síðasti var Litla brugghúsið. Þar var endað í góðum gír og skálað eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.