Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Fimmtán árum síðar er draumastarfið orðið að veruleika
Fimmtudagur 28. september 2017 kl. 13:35

Fimmtán árum síðar er draumastarfið orðið að veruleika

Kolbrún Garðarsdóttir birtist í 3. tölublaði Víkurfrétta þann 17. janúar 2002. Þá hafði hún hafið störf sem afgreiðslustjóri ferðaskrifstofunnar SBK. Kolbrún var þá valin „Maður vikunnar“ af Víkurfréttum og svaraði spurningalista fyrir blaðið. Víkurfréttir höfðu samband við Kolbrúnu, nú 15 árum síðar, og báðu hana að svara sama spurningalistanum. Í dag starfar Kolbrún sem héraðsdómslögmaður á lögmannsstofunni Völvu en ýmislegt fleira hefur breyst í lífi hennar síðustu 15 árin.

Kolbrún 2002:

Public deli
Public deli

Nafn:
Kolbrún Garðarsdóttir.
Fædd hvar og hvenær:
9. janúar 1967 í Keflavík.
Atvinna:
Sölumaður hjá SBK travel.
Maki:
Eyþór Eiðsson.
Börn:
Arndís 13 ára, Sóldís 4 ára, fósturbörn: Guðrún 17 ára, Sigurður 10 ára.
Hvernig býrð þú?
Mjög vel.
Hvaða bækur ertu að lesa núna?
Lífsgleði njóttu eftir Dale Carnegie.
Hvaða mynd er á músamottunni?
Grá motta.
Uppáhalds spil:
Actionary.
Uppáhalds tímarit:
Gestgjafinn.
Uppáhalds ilmur:
Blue Marine.
Uppáhalds hljóð:
Hlátur.
Hræðilegasta tilfinning í heimi:
Óöryggi.
Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug þegar þú vaknar á morgnana?
Að vekja hina fjölskyldumeðlimina.
Er rússíbani hræðilegur eða spennandi?
Hræðilegur.
Hvað hringir síminn oft?
Misjafnt.
Uppáhalds matur:
Sjávarfang hvers konar.
Súkkulaði eða vanillu?
Súkkulaði.
Finnst þér gaman að keyra hratt?
Já, stundum.
Sefur þú með tuskudýr?
Nei.
Finnst þér óveður spennandi eða hræðilegt?
Spennandi.
Hver var fyrsti bíllinn þinn?
Fiat 1982 árgerð.
Ef þú gætir hitt hvern sem er, hver væri það?
Njörð bróður.
Áfengur drykkur:
Hvítvín.
Stjörnumerki:
Steingeit.
Borðar þú stönglana af brokkolí?
Já.
Ef þú gætir unnið við hvað sem er, hvað væri það?
Lögfræði.
Ef þú mættir velja hárlit, hver væri hann?
Ljós.
Hvort er glasið hálftómt eða hálffullt?
Hálffullt.
Uppáhalds bíómyndir:
Ítalskar.
Notar þú fingrasetningu á lyklaborð?
Já.
Hvað er undir rúminu þínu?
Verndarenglar mínir.
Uppáhalds talan:
9.

Kolbrún 2017:

Atvinna:
Lögmaður á Valva lögmenn.
Maki:
Fráskilin.
Börn:
Arndís 29 ára, Sóldís 20 ára, stjúpbörn: Guðrún 32 ára og Sigurður 26 ára.
Hvernig býrð þú?
Ennþá mjög vel.
Hvaða bækur ertu að lesa núna?
Náðarstund eftir Hönnuh Kent.
Hvaða mynd er á músamottunni?
Rauð motta.
Uppáhalds spil:
Guillotine.
Uppáhalds tímarit:
Tímarit lögfræðinga.
Uppáhalds ilmur:
Patchouli.
Uppáhalds hljóð:
Hlátur.
Hræðilegasta tilfinning í heimi:
Vanmáttur.
Hvað er það fyrsta sem þér kemur í hug þegar þú vaknar á morgnana?
Kaffi.
Finnst þér rússíbani hræðilegur eða spennandi?
Spennandi.
Hvað hringir síminn oft?
Misjafnt.
Uppáhalds matur?
Sjávarfang hvers konar.
Súkkulaði eða vanillu?
Súkkulaði.
Finnst þér gaman að keyra hratt?
Já, aðeins of gaman.
Sefur þú með tuskudýr?
Nei.
Finnst þér óveður spennandi eða hræðilegt?
Spennandi.
Ef þú gætir hitt hvern sem er, hver væri það?
Njörð bróður.
Áfengur drykkur:
Hendriks gin.
Borðar þú stönglana af brokkolí?
Já.
Ef þú gætir unnið við hvað sem er, hvað væri það?
Það sem ég sagði fyrir fimmtán árum, lögmennsku.
Ef þú mættir velja hárlit, hver væri hann?
Ljós.
Er glasið hálftómt eða hálffullt?
Hálffullt.
Uppáhalds bíómyndir:
Ævintýramyndir.
Notar þú fingrasetningu á lyklaborð?
Já.
Hvað er undir rúminu þínu?
Verndarenglarnir mínir. Þeir hafa blessunarlega fylgt mér í gegnum lífið.
Uppáhalds talan?
9.