Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmta þakkargjörðarhátíðin á Langbest
Mánudagur 25. nóvember 2013 kl. 21:47

Fimmta þakkargjörðarhátíðin á Langbest

Þakkargjörðarhátíð verður haldin hátíðleg á Langbest á Ásbrú næstkomandi fimmtudag. Þetta er fimmta árið sem efnt er til hátíðarinnar. Í tilkynningu segir að boðið verði upp á stórglæsilegt hlaðborð að amerískum hætti.

Þakkagjörðadagurinn er uppskeruhátið landnema norður Ameríku og á rætur sínar að rekja til ársins 1621 á plantekrum í Plymouth í fylkinu Massachusetts. Þakkagjörðin er aðallega haldin hátíðleg í Bandaríkjunum og Kanada. Mönnum ber þó ekki alveg saman um uppruna hátíðarinnar og margir halda því fram að hátíðin hafi fyrst farið fram þann 8. septe,ber 1565 í Saint Augustine í Flórída og sé spænskur siður.
 
Þakkagjörðardagurinn í Kanada er haldin hátíðlegur annan mánudag í október en síðasta fimmtudag nóvember í í Bandaríkjunum. Áherslan er á að fjölskydur hittist og styrki böndin. 
 
Meðal þess sem boðið verður upp á verður heilbakaður kalkúnn í smjöri, Savory ofnbökuð fylling, sykurgljáðar kartöflur með sykurpúðum, brúnkál, soðsósa, Waldorfsalat, gulrætur og sveppir í appelsínugljáa, heimalöguð trönuberjasulta, hvítlaukskartöflumús og maískorn.
 
Þá kemur ennfremur fram í tilkynningu að íslenskar fjölskyldur séu hvattar til að koma og njóta góðs matar á sanngjörnu verði. Í fyrra hafi færri komist að en vildu og því sé gott að mæta tímanlega. Veislan stendur annars vegar yfir frá kl 11:00 til kl 14:00 og hins vegar frá 16:30 - 21:00. Í hádeginu er verðið 2.490 kr en 2.790 um kvöldið. Eitt verð er fyrir börn, kr. 995.
 
Sjá nánar á vefsíðu Langbest. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024