Fimm viðburðir í Listasafni Reykjanesbæjar á árinu
Listasafn Reykjanesbæjar hefur lagt fram sýningaáætlun fyrir árið 2024. Þar er gert ráð fyrir fimm sýningum á árinu.
24. febrúar: Opnun: Libia Castro & Ólafur Ólafsson, sýningin stendur til sunnudagsins 28. apríl.
3. maí. Opnun: Listahátíð barna og ungmenna 2024, til sunnudagsins 12. maí.
25. maí. Opnun: Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, sýningin stendur til sunnudagsins 18. ágúst
7. september, Ljósanótt 2024. Opnun: Bjarni Sigurbjörnsson, fremri listasalur. Sýningin stendur til sunnudagsins 5. janúar 2025
8. september, Ljósanótt 2024. Opnun: Kristinn Már Pálmason, listasalur sjávarmegin, úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar og ný verk. Sýningin stendur til sunnudagsins 5. janúar 2025.