Fimm Ljósalög valin í undanúrslit á Stöð 2
Samtals bárust 40 lög í Ljósalagskeppnina í ár. Í dag valdi dómnefnd 5 laganna til að taka þátt í undanúrslitum Ljósalagsins 2005. Dómnefnd skipuðu tónlistarmennirnir Guðbrandur Einarsson, Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson. Þeim til halds og traust voru Íris Jónsdóttir fulltrúi Ljósanefndar og Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi.
Undanúrslit fara fram á Stöð 2 vikuna 22. – 27. ágúst og þá gefst fólki kostur á að kjósa 3 lög með símakosningu og munu þau þrjú lög svo aftur keppa til úrslita um titilinn Ljósalagið 2005 á útisviðinu í Reykjanesbæ laugardagskvöldið 3. september n.k.. Einnig þá verður notuð símakosning.
Eftirtaldir aðilar eiga lög í undanúrslitunum og verður haft samband við þá næstu daga: Elvar Gottskálksson lag og Valur Gunnarsson texti, Erlingur Arnarson lag og texti, Karl Bjarni Guðmundsson lag og texti og Halldór Guðjónsson átti tvö lög í úrslitunum við texta Þorsteins Eggertssonar.