Fimm Ljósalög valin í undanúrslit á Stöð 2
 Samtals bárust 40 lög í Ljósalagskeppnina í ár.  Í dag valdi dómnefnd 5 laganna til að taka þátt í undanúrslitum Ljósalagsins 2005.  Dómnefnd skipuðu tónlistarmennirnir Guðbrandur Einarsson, Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson. Þeim til halds og traust voru Íris Jónsdóttir fulltrúi Ljósanefndar og Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi.
Samtals bárust 40 lög í Ljósalagskeppnina í ár.  Í dag valdi dómnefnd 5 laganna til að taka þátt í undanúrslitum Ljósalagsins 2005.  Dómnefnd skipuðu tónlistarmennirnir Guðbrandur Einarsson, Jón Ólafsson og Stefán Hjörleifsson. Þeim til halds og traust voru Íris Jónsdóttir fulltrúi Ljósanefndar og Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi.
Undanúrslit fara fram á Stöð 2 vikuna 22. – 27. ágúst og þá gefst fólki kostur á að kjósa 3 lög með símakosningu og munu þau þrjú lög svo aftur keppa til úrslita um titilinn Ljósalagið 2005 á útisviðinu í Reykjanesbæ laugardagskvöldið 3. september n.k.. Einnig þá verður notuð símakosning.
Eftirtaldir aðilar eiga lög í undanúrslitunum og verður haft samband við þá næstu daga: Elvar Gottskálksson lag og Valur Gunnarsson texti, Erlingur Arnarson lag og texti, Karl Bjarni Guðmundsson lag og texti og Halldór Guðjónsson átti tvö lög í úrslitunum við texta Þorsteins Eggertssonar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				