Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimm ættliðir samankomnir
Hópmynd: Ingeborg langa-langamma, Ida lang amma, Jette amma, Sólveig Þorsteinsdóttir langa amma, Guðrún Unnþórsdóttir amma og Ingalóa Hallgrímsdóttir langa-langamman.
Þriðjudagur 10. september 2013 kl. 11:18

Fimm ættliðir samankomnir

Sandgerðismærin Nína Dögg Petarsen fæddi son á dögunum en sá stutti er þá fimmti núlifandi ættliður fjölskyldurnar. Þorsteinn Jónsson afi Nínu sendi Víkurfréttum þessar myndir en fjölskyldan frá Sandgerði flaug út til Danmerkur þess að berja litla strákinn augum.

Móðirin Nína Dögg er búsett í Danmörku ásamt Michael Worthmann barnsföður sínum en litla fjölskyldan býr í Tönder í Suður-Jótlandi. Dagblaðið á staðnum kíkti á nýjasta fjölskyldumeðliminn og smellti mynd, enda ekki á hverjum degi sem fimm ættliðir hittast.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Langa-langamma, Inga Lóa Hallgrímsdóttir (77 ára) úr Njarðvík sést hér halda stolt á nýjasta fjölskyldumeðlinum sem enn hefur ekki fengið nafn.

Nína Dögg stolt með soninn í fanginu.