Fimm ættliðir í beinan kvenlegg
Á myndinni hér að ofan eru 5 ættliðir í beinan kvenlegg. Þær búa allar á Suðurnesjum nema sú elsta í hópnum. Þetta eru frá vinstri: Geira Kristjánsdóttir (býr í Reykjavík), Jóhanna Kristinsdóttir, Marta Guðmundsdóttir, Jóhanna Margrét Eggertsdóttir, Lilja Rún Kristinsdóttir, sem er sú yngsta og fæddist 15. nóvember sl.