Fetað til framtíðar í fjörunni
Fetað til framtíðar í fjörunni er skemmtilegt stígvélaverkefni leikskólans Holts sem hægt verður að skoða á Ljósanótt. Þar verða sýnd listaverk unnin af nemendum leikskólans þar sem stígvél eru í aðalhlutverki.
Í dag verður hægt að finna barnastígvél meðfram fjörugarðinum fyrir neðan tjarnirnar í Innri Njarðvík sem mynda skemmtileg listaverk þar sem börnin tjá hugmyndir sínar um fjöruna í máli og myndum.