Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ferskleiki og nýjungar á Ljósanótt 2004
Mánudagur 17. maí 2004 kl. 12:28

Ferskleiki og nýjungar á Ljósanótt 2004

Ljósanótt í Reykjanesbæ verður haldin fyrstu helgina í september eða dagana 2.-5. september nk. Eins og venjulega stendur mikið til á þessari menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar og verður mikið kapp lagt á að bærinn sé í hátíðarbúningi þessa helgi. Lokaframkvæmdir við Hafnargötuna verða vígðar ásamt listaverkum og öðrum framkvæmdum, segir Steinþór Jónsson, formaður Ljósanefndar í samtali við Víkurfréttir. Þá er að skapast hefð fyrir því að fjölskyldur í Reykjanesbæ bjóði ættingjum og vinum í heimsókn þessa löngu helgi.

Fjölmenningarhátíð á fimmtudegi
Ljósanótt verður sett á fimmtudeginum með fjölmenningarhátíð. - Í Reykjanesbæ eru, eins og annars staðar á Íslandi, margir einstaklingar frá hinum ýmsu þjóðlöndum og er hugmyndin að virkja þá til útihátíðar með stuðningi leik- og grunnskólabarna í Reykjanesbæ, t.d. í skrúðgarðinum í Keflavík. „Með góðum vilja gætum við fengið skólayfirvöld með okkur og fá börnin til að ganga fylltu liði úr öllum skólum bæjarins niður í skrúðgarð þar sem hátíðin yrði sett formlega með skemmtilegum uppákomum“, segir Steinþór.
Á fimmtudagskvöldinu er stefnan sett á hagyrðingakvöld í Stapanum og hafa undirbúningsaðilar þegar fengið þjóðkunna hagyrðinga alls staðar að af landinu til að taka þátt. Það er Pétur Blöndal hagyrðingur sem mun hafa veg og vanda af undirbúningi í samstarfi við Ljósanefnd en markið er sett á fjölmennasta hagyrðingakvöld á Íslandi. Ef vel tekst til má reikna með að hagyrðingakvöld gæti orðið fastur liður á Ljósanótt til framtíðar.

Tónlistarhátíð á föstudegi
Á föstudeginum verður tónlist gerð góð skil. Viðræður eru í gangi við ýmsa þekkta listamenn til að taka þátt í tónleikum á föstusdagskvöldinu en eins og allir muna var Ljósalagskeppnin haldin það kvöld í fyrra en mun í ár mun hún færast fram um einhverjar vikur. Þá er stefnan að 5-10 grúppur verði dreifar á
veitinga- og skemmtistaði í bænum seinna um kvöldið þannig að gestir Ljósanætur geta farið á barrölt um bæinn eftir tónleikana og hlustað á fleiri grúppur víðsvegar um bæinn. Einnig er stefnt af unglingatónleikum í Reykjaneshöll og er undirbúningur þegar hafin.

Flug- og tækjansýning á laugardegi
Aðaldagurinn á Ljósanótt er laugardagurinn eins og síðustu ár með fjölbreyttum atriðum allan daginn, eins og þeir sem sótt hafa Ljósanótt þekkja. Hápunktur laugardagsins í ár verður flug- og tækjasýning. Ljósanefndin við fengið góðan liðsmann með  í verkefnið en hann heitir Tyrfingur Þorsteinsson hjá Suðurflugi. Hélt hann m.a. flugdag 1999 og hefur tekið að sér að halda utan um þennan víðfema þátt hátíðarinnar í ár. Eru viðræður við flugfélög, innlend og erlend ásamt Varnarliðinu, þegar hafnar. Stefnt er af fjölbreyttum atriðum á lofti, láði og legi með listflugi og öðrum uppákomum.

Kirkjustarfið kynnt á sunnudegi
Á sunnudeginum er hugmyndin að virkja kirkjudeildir á svæðinu til góðra hluta þar sem gestum yrði kynnt starf þeirra á víðum grundvelli með samkomum og góðri tónlist.


Ljósalagið fyrr á ferðinni í ár
Ljósalagið verður að sjálfsögðu á sínum stað og mun Guðbrandur Einarsson verða formaður undirbúningsnefndar. Þegar hefur verið auglýst eftir lögum í keppnina en hugmyndin er að úrslit liggi fyrir minnst þremur vikum fyrir Ljósanótt þannig að vinningslagið geti farið þegar í spilun og þannig auglýst hátíðina. „Við eigum þegar tvö góð vinningslög sem bæði hafa verið okkur til mikils sóma. Fyrst var það Ljósanótt eftir Ásmund Valgeirsson sem sló í geng árið 2002 og síðan var það lag Magnúsar Kjartanssonar, Ljósins Englar, sem Rut Reginalds gerði vinsælt í fyrra. Við eigum þessu fólki mikið að þakka og vonandi verður útkoman í ár ekki síðri“, sagði Steinþór Jónsson formaður Ljósanætur að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024