Ferskir vindar um áramót
	Listaverkefnið Ferskir vindar verður haldið í Sveitarfélaginu Garði um næstu áramót eða frá 19. desember til 18. janúar 2016. Bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs hefur samþykkt samning þess efnis.
	
	Ferskir vindar hafa verið haldnir undanfarin ár í Garði og hefur hátíðin annað hvort verið að vori eða í kringum áramót.
	
	Þemað að þessu sinni verður Sjávarföll/Tides og einnig að áhersla verði á sviðslistir. Að þessu sinni koma 14 tónlistarmenn, 9 dansarar og gjörningalistamenn. Einnig fimm videolistamenn og ljósmyndarar og 29 aðrir listamenn.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				