Mannlíf

Ferskir vindar tilnefndir til Eyrarrósarinnar
Föstudagur 6. mars 2015 kl. 12:14

Ferskir vindar tilnefndir til Eyrarrósarinnar

Ferskir vindar í Garði eru tilnefndir til Eyrarrósarinnar, sem er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Tíu verkefni hafa fengið tilnefningu að þessu sinni.

Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið Eyrarrósarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar, á sviði menningar og lista. Það eru Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík sem staðið hafa saman að verðlaununum frá upphafi árið 2005.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024