Ferskir vindar í heimspressunni
– umfjöllun og myndir í Wall Street International
Listahátíðinni Ferskum vindum í Garði eru gerð skil á vef Wall Street International. Þar er fjallað nokkuð ítarlega um hátíðina og rætt við Mireyu Samper. Ferskir vindar voru haldnir í þriðja skiptið nú í kringum síðustu áramót og fengu alþjóðlega athygli því evrópska sjónvarpsstöðin ARTE valdi að gera viðburðinum ítarleg skil í sínum miðlum.
Eins og sjá má í umfjöllun Wall Street International eru Ferskir vindar ekki hefðbundin listahátíð þar sem fólk kemur með sín verk og hengir upp, því verkin á Ferskum vindum eru unnin frá grunni í Garðinum þar sem listamennirnir búa á meðan verkefninu stendur.
Hér er tengill á umfjöllun WSI og þar má sjá myndir frá listahátíðinni í Garðinum.