Ferskir Vindar í Garði 20. maí- 24. júní
Undirbúningur að Ferskum Vindum í Garði 2012 er kominn af stað. Verkefnið verður haldið á svipuðum nótum og í fyrsta skiptið og verður óskað eftir samstarfi við Lista- og Menningarfélagið í Garði, Gerðaskóla, Leikskólann Gefnarborg, íbúa og fyrirtæki í Garði vegna verkefnisins.
Ferskir Vindar hefjast 20. maí og standa til 24. júní.