Ferskir vindar í Garði
Listahátíðin Ferskir vindar í Garði er nú í fullum gangi en fjöldinn allur af listamönnum víðast hvar að úr heiminum eru samankomnir til að vera partur af þessari stóru hátíð. Mireya Samper og Víðir Árnason eru verkefnastjórar og eru hæst ánægð með þróun hátíðarinnar
Heimamenn tóku aðkomufólkinu mjög vel og buðu fram húsaskjól fyrir listamennina. Mikill áhugi er hjá íbúum á þessari hátíð og margir mjög spenntir að sjá sýninguna sem hefst 6. janúar næst komandi og mun standa í 3 vikur.
Listamennirnir hafa aðsetur í Samkomuhúsinu í Garði þar sem þeir borða og vinna smærri og einfaldari verk. Þar á móti er áhaldahúsið þar sem skítugri verk eru unnin og er varla slökkt ljósið þar en listamennirnir eru núna í óða önnum að klára listaverkin sín því stutt er í sýningu.
Nánar í blaðinu á morgun.
VF-Myndir/siggijóns
-
-