Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ferskir ofurvindar léku um listahátíð í Garði
Föstudagur 7. janúar 2011 kl. 10:18

Ferskir ofurvindar léku um listahátíð í Garði

Opnun listahátíðarinnar Ferskir vindar í Garði var síðdegis í gær. Sannkallaðir ofurvindar léku um opnunarhátíðina sem fór fram í húsnæði við bæjarskrifstournar í Garði. Utandyra voru 20 metrar á sekúndu og brunagaddur. Sýningar opna í dag, föstudaginn 7. janúar, kl. 13. Mikil dagskrá verður um helgina þar sem listamenn sýna verkin sem þeir eru búnir að vinna að síðustu vikur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Verkefnið hefur verið á fullum krafti og mikið um að vera en listamennirnir hafa unnið mikið í áhaldahúsinu og samkomuhúsinu, sem í dag er kallað Casablanca, en einnig víða um bæinn á meðan skólarnir voru ekki starfandi.


Á laugardaginn hefst dagskráin kl. 13 með sýningu á Sunnubraut 4 en þaðan verður einnig farið með rútu eftir Garðbraut og Skagabraut til að skoða skúlptúra. Gjörningar, tónlist og sýningar verða svo hér og þar um bæinn langt fram á kvöld. Á sunnudeginum munu Atli Ingólfsson, Hilmar Örn Hilmarsson, Páll á Húsafelli og Áki Ásgeirsson standa fyrir tónleikum í Miðgarði en dagskráin endar svo kl. 19:30 á sunnudagskvöldinu með gjörningi Norbert Mauk í samkomuhúsinu.

Þeir sem vilja nálgast dagskrá og götukort geta sótt meðfylgjandi skjal hér.

Forsetafrúin, Dorrit Mussaief, er verndari Ferskra vinda í Garði.

Thor Vilhjálmsson skáld flutti kvæðabálk fyrir opnunargesti í gær. Thor tekur virkan þátt í Ferskum vindum og segir sögu Garðsins vera mikla og merkilega.

Fjöldi gesta var við opnunina í gærkvöldi.

Eitt af listaverkunum sem orðið hafa til hjá listamönnunum í Garði. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi