Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 29. mars 2000 kl. 14:56

Fermingarfræðslan er góð

-segir Sævar Magnús sem fermist 9. aprílSævar Magnús Einarsson fermist í Keflavíkurkirkju þann 9. apríl. Hann ætlar að fermast til að staðfesta skírnarheitið og segir gjafirnar ekki vera aðal málið, þó að hann hafi svo sem ekkert á móti þeim. „Ég fermist kl. 11 um morguninnn og fer svo strax eftir athöfnina til ljósmyndara. Að myndatöku lokinni förum við upp í Bláa lón þar sem veislan verður haldin, en ég held veisluna með Sigurrós Ösp, frænku minni“, segir Sævar Magnús og viðurkennir að hann hlakki óskaplega mikið til. Sævari finnst fermingarfræðslan hafa verið mjög góð og segir að hún hafi staðfest þær hugmyndir sem hann hafði um trúna. „Við fórum í fermingarferðalag í Vatnaskóg í haust og gistum eina nótt. Síðan fórum við í bíó á myndina Englar alheimsins og borðuðum pizzu saman“, segir Sævar og það er auðheyrt að hann er ánægður með fermingarfræðsluna. Sævar segist alltaf hafa farið í sunnudagaskóla þegar hann var lítill og eftir að hann varð eldri hefur hann verið duglegur að fara með yngri bróður sinn þangað. „Uppáhalds orðin mín úr Biblíunni eru „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf (Jóh. 3:16).“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024