Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 29. mars 2000 kl. 15:02

Fermingarfötin ár

hjá tískuvöruverslununum í ReykjanesbæFjólubláir litir verða áberandi Verslunin Persóna við Túngötu hefur þegar skapað sér nafn fyrir vönduð og góð tískuföt. Ágústa og Guðmundur, eigendur Persónu, segjast þó ekki vera með sérstök fermingarföt heldur föt á bæði kynin frá merkjum eins og CM, Books, Linovierra og fleirum. „Jakkafötin eru ennþá í gráu og svörtu, en samt í aðeins ljósgrárri lit en áður og grábláu. Þau eru sportleg, með utanáliggjandi vösum en tvíhneppt jakkaföt og jakkafatavesti eru alveg dottin út“, segir Ágústa. Hún segir að skyrtur og bindi verði í ljósum litum í sumar. „Helst hvít bindi og skyrtur í stíl eða útí ljósblátt og ljósgrátt“, segir Ágústa og herrarnir mega treysta því að hún viti hvað hún er að segja. Hvað með kvenfatatískuna? „Hún verður líka sportlegri en áður. Dragtir eru að detta út en í staðinn koma egglaga, síð pils. Einnig er mikið um stök pils og hörskyrtur, en hör er orðið mjög vinsælt á Íslandi. Stuttir jakkar með rennilás við teygjubuxur verða líka „inn“ í sumar“, segir Ágústa. Að sögn Ágústu verða ljósir litir áberandi og fjólubláir tónar, bæði dökkir og ljósir. „Ljósblár, appelsínugulur, bleikur og svart og hvítt verða litir sumarsins 2000.“ Litríkt tískusumar Dóra í Kóda sagði að herrarnir væru alltaf jafn hrifnir af gráum og svörtum jakkafötum, en verslunin lætur sérsauma fyrir sig jakkaföt á fermingardrengina. „Skyrturnar eru líka mjög mikið teknar í ljósari gráum lit og bindin þá látin tóna með“, segir Dóra. Að sögn Dóru eru buxur og hnésíðir kjólar utan yfir, vinsælustu fermingardressin hjá stelpunum. „Aðallitirnir eru hvítur og rauður og jafnvel út í bleikt og blágrænt. Fötin eru bæði látlaus eða skreytt með pallíettum og útsaumi, svolítið hippalegt“, segir Dóra og spáir um leið litríku tískusumri. Í Kóda fást líka skór á dömur og herra og Dóra segir að sandalarnir séu svakalega vinsælir í ár. „Mömmurnar koma líka mikið í búðina til okkar. Þær eru að kaupa sér allavega dress og dragtir. Þær vilja þó hefðbundnari klæðnað og eru mest í ljósum pastellitum“, segir Dóra. Fjaðraskraut og kórónur „Ég lét sauma fyrir mig rosalega sætar hvítar dragtir“, segir Rúna í Mangó þegar hún er spurð um fermingartískuna í ár. „Buxnadragtir með stuttum, útvíðum buxum og þröngum, stuttir jakkar við eru líka mjög vinsælir og hálfsíðir kjólar og buxur undir. Sumar vilja vera í kjólum sem eru tvöfaldir og ytra lagið er úr gegnsæju siffoni“, segir Rúna og bætir við að gegnsæjar, hálfopnar mussur í ýmsum litum séu mikið teknar til að hafa utan yfir kjólana. Í Mangó er mikið úrval af skarti en það er nauðsynlegt til að setja punktinn yfir i-ið. „Það er mikið um semelíuskart eins og krossa, hálsmen og mjaðmabelti sem er sett utan yfir kjólana og á buxurnar“, segir Rúna en hún er líka með mjög sérstakt hárskraut á boðstólnum. „Ég er með spangir, spennur og kórónur úr semelíusteinum og einnig fjaðraspennur í ljósum litum. Fjaðraspennunum er stungið inní greiðsluna og fjaðrirnar látnar njóta sín. Það er nóg til, þetta er bara spurning um útfærslu.“ Fyrsta sending af fermingarskóm er komin í verslunina og að sögn Rúnu eru þeir í hvítu og svörtu þó sumarskótískan eigi eftir að verða mun skrautlegri þegar sól hækkar á lofti. „Skórnir eru annað hvort alveg flatir eða með þykkum sóla. Yfirleitt eru þeir opnir en ég fæ líka skó sem eru lokaðir í tána“, segir Rúna og það verður örugglega gaman að fylgjast með vöruúrvalinu hjá henni á næstunni því allt virðist vera leyfilegt í sumar hvað tískuna varðar. Dökk jakkaföt Laufey Bjarnadóttir, í versluninni Töff, sagði að dökk jakkaföt, í svörtu og dökkgráu væru vinsælust í ár, sem og stakir jakkar og buxur. „Strákarnir vilja helst skyrtur og bindi í ljósgráu en en það er líka beðið um dekkri tóna. Við seljum líka skó frá BASE. Það eru mjög góðir skór en það er mjög misjafnt hvaða smekk fólk hefur á skóm“, segir Laufey. Hún segir að pabbar og bræður líti einnig til þeirra fyrir fermingarnar og þá er mest spurt um þessi hefðbundnu jakkaföt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024