Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fermingarbörn hittast eftir 30 ár
Fimmtudagur 21. apríl 2005 kl. 15:58

Fermingarbörn hittast eftir 30 ár

Haldið var upp á 30 ára fermingarafmæli í Garði í gær þar sem fermingarbörn frá 1975 héldu upp á tímamótin með pompi og pragt. Þau fermdust þann 20. Apríl árið 1975 og var það Séra Guðmundur Guðmundsson sem sá um athöfnina.

Dagurinn í gær hófst með gönguferð úti á Garðsskaga. Þaðan fóru fermingarbörnin upp í Garðaskóla þar sem rifjaðar voru upp gamlar stundir. Eftir myndatöku í Útskálakirkju lá svo leiðin upp í Sæbjörgu þar sem fjörið dunaði fram á nótt.

VF-mynd/Þorgils. Fermingarbörnin stilltu sér upp eins og fyrir 30 árum. Nú vantaði 5 í hópinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024