Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fermingarbörn fædd 1957 halda veglega veislu
Miðvikudagur 4. apríl 2007 kl. 17:04

Fermingarbörn fædd 1957 halda veglega veislu

Fermingarsystkini fædd árið 1957 munu halda sameiginlega upp á 50 ára afmæli sitt með pompi og pragt laugardaginn 14. apríl í Stapa. Dagskráin byrjar kl 12:00 við Kaffi Duus þar sem verður boðið upp á óvissuferð til kl 14:00, fólk er beðið um að mæta í hversdagsklæðnaði.

Hlé verður gert á dagskránni frá kl 14:00 til kl 19:00 þá hefst dagskráin aftur í Stapa, þar sem boðið verður upp á „endurfundafordrykk“  kl. 20:00 verður matur borinn á borð, í framhaldi af því verður dagskrá fram eftir kvöldi. Kl 24.00 stígur hljómsveitin Júdas á svið eftir langa fjarveru og spilar fyrir dansi til kl 02:00.

Húsið opnar öðrum árgöngum kl 23:30 aldurstakmark er 40 ára.
Miðar eru seldir í forsölu á Upplýsingamiðstöð Reykjaness innan Bókasafns Reykjanesbæjar.
Miðinn kostar kr 5500 fyrir 1957 árganginn og 2000 kr fyrir aðra árganga hægt er að panta miða hjá Nanný í síma 893 8900
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024