Ferming 2021: „Gullna reglan er góð“
„Ég trúi á Guð og vil hafa hann inni í lífi mínu. Þegar ég var lítill þá voru mamma og pabbi að kenna mér bænir þegar ég var að fara að sofa til að minna mig á að Guð væri með mér. Það hjálpar mér að komast í gegnum hluti og ég veit að Guð vakir yfir mér. Ég er búinn að læra mjög mikið um Jesú og hvernig við getum hagað okkur við fólk. Gullna reglan er góð. Mér finnst ég farinn að fatta hvernig allt tengist í lífinu. Jesús átti auðvelt með að fyrirgefa öðrum og hann var besta útgáfan af manneskju. Ég hef lært margar ráðgátur og dæmisögur í vetur í fermingarfræðslunni. Það er búið að vera mjög gaman að læra allt. Ég er spenntur fyrir fermingardeginum og veislunni með fullt af fólki. Ég mun örugglega halda ræðu. Við mamma og pabbi erum búin að vera að plana veisluna sem verður matarveisla. Við gerum þetta saman. Ég fékk mér jakkaföt og verð í þeim. Þetta verður skemmtilegur dagur,“ segir Kristján Pétur Ástþórsson sem fermist frá Keflavíkurkirkju.