Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ferming 2021: „Að verða betri manneskjur“
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
sunnudaginn 21. mars 2021 kl. 07:57

Ferming 2021: „Að verða betri manneskjur“

„Sko, þegar ég var yngri þá var amma alltaf að fræða mig og hún vissi allt. Mér fannst það bara mjög spennandi að heyra um Jesú. Amma kenndi mér Faðir vorið og sagði mér sögur af honum. Ég trúi 100% á Guð. Jesús var rosalega góð manneskja og gerði allt fyrir alla, hvort sem þeir voru góðir eða slæmir. Hann er góð fyrirmynd um hvernig við eigum að vera við aðra.

Mér finnst mjög áhugavert að læra um líf Jesú. Ég sýni öllum virðingu og vil fá virðingu. Mér finnst fermingarfræðslan kenna okkur hvernig við getum orðið betri manneskjur. Ég hlakka mikið til fermingardagsins og mig langar að hafa fullt af kökum, ég er bara þannig. Ég hlakka til að sjá frændsystkini mín í veislunni og ég vona svo innilega að Covid haldi sig á mottunni. Vinkona mín reyndi þrisvar að halda fermingarveislu í fyrra en svo gáfust þau upp. Ég verð í ljósbleikum kjól á fermingardaginn og í hvítri kápu, með kross um hálsinn og með kross armband. Ég er að pæla í því hafa hárið krullað og í smá snúð að aftan og vera með blóm í hárinu. Annars ætla ég að vera náttúruleg, ekki neitt máluð í framan,“ segir Fjóla Margrét Viðarsdóttir sem fermist frá Keflavíkurkirkju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024