Ferðaútgáfa Víkurfrétta komin allan hringinn
Ferðaútgáfu Víkurfrétta fyrir árið 2006 hefur verið dreift umhverfis Íslands. Starfsmaður Víkurfrétta lagði land undir fót á dögunum og dreifði ferðablöðum í tugþúsundaupplagi á upplýsingamiðstöðvar og aðra viðkomustaði ferðamanna.
Um er að ræða ferðablaðið Reykjanes ferðahandbók 2006 sem er á íslensku, Enjoy more of Reykjanes, sem er rit á ensku og þýsku og að lokum Reykjanes Map, sem er kort af Reykjanesi ásamt góðum upplýsingum.
Þeir sem vilja nálgast eintök af ritinu til að senda vinafólki á leið til Reykjaness geta komið á skrifstofur Víkurfrétta á 2. hæð Sparisjóðsins í Njarðvík og fengið eintök. Sama á við um þjónustuaðila sem vilja hafa þessi upplýsingarit tiltæk.
Myndin: Bárður Sindri og Aníta Ósk með ferðaútgáfu Víkurfrétta við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. VF-mynd: