Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ferðasumarið verið með miklum ágætum í Grindavík
Laugardagur 6. ágúst 2011 kl. 13:48

Ferðasumarið verið með miklum ágætum í Grindavík

Ferðaþjónustuaðilar sem Víkurfréttir ræddi við í Grindavík eru ánægðir með sumarið það sem af er og segjast vera varir við aukningu ferðamanna. Berglind Anna Magnúsdóttir, umsjónaraðili á tjaldsvæði Grindvíkinga sem hefur fengið töluverða andlitslyftingu eftir að opnað var nýtt og glæsilegt þjónustuhús segir að aðsóknin sé töluvert meiri en í fyrra. Sumarið hafi þó farið hægt af stað sökum kuldatíðar en tekið hressilegan kipp eftir það. Mikið er um það að erlendir ferðamenn gisti fyrstu eða síðustu nótt sína hérlendis á Suðurnesjum og Berglind tekur undir það. Þó segir hún Íslendinga koma á tjaldsvæið í auknum mæli. „Fólk er sérstaklega sátt við nýja húsið okkar og dvelur þar öllum stundum enda mjög skemmtilegt og þægilegt hús,“ segir Berglind Anna.

Tjaldsvæðið sjálft var opnað 2009 en það sumar var gerð viðhorfskönnun meðal gesta á nýju tjaldsvæði bæjarins. Helstu niðurstöður voru að 98% gestanna voru ánægðir með tjaldsvæðið og töldu það í háum eða góðum gæðaflokki. Stefnt er að því að gera nýja þjónustukönnun í sumar.

Kristín Sæmundsdóttir sem rekur Kaffi Kvikan í menningar- og auðlindarhúsinu Kvikunni segir fjölda gesta hafa komið við í sumar. Flestir séu gestirnir erlendis frá og hrífist þeir sérstaklega af Saltfisksafninu sem er til húsa í Kvikunni.

Auk þess er sýningin Jarðorka þar til húsa en hún er ætluð til að fræða gesti um undirstöðuatriði íslenskrar jarðsögu og jarðfræði, skýra á einfaldan hátt eðli jarðhita, eldvirkni og jarðskjálfta. Kristín segir söluna einnhafa verið töluverða og í raun meiri en hún bjóst við sjálf en hún byrjaði reksturinn í vor þegar Kvikan opnaði formlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024





Myndir/EJS: Efst er nýtt þjónustuhús á tjaldsvæði Grindavíkur. Miðja:Berglind Anna stendur við tjaldsvæðið sem var þéttsetið að venju. Neðst: Kristín Sæmundsdóttir í Kvikunni er ánægð með sumarið hingað til.