Ferðamenn í Keflavík - líf á bryggjunni
	Fjöldi ferðamanna er í Keflavík nú þegar sumarið er að ná hámarki. Gististaðir og hótel eru fullbókuð og íbúar verða varir við útlendinga í bænum.
	
	Þó veðurguðirnir hafi ekki verið að sýna sínar bestu hliðar þá er mannlífið skammt undan eins og sjá má á þessum myndum sem Einar Guðberg og Páll Ketilsson tóku síðustu daga.
	
	Strandleiðin í Reykjanesbæ er vinsæl gönguleið bæði hjá heimafólki sem og gestum og þá heillar Keflavíkurhöfn alltaf eins og sjá á myndunum. Þar var verið að mála kanta og gera huggulegt. Hvalaskoðunarbáturinn Moby Dick er kominn á stjá aftur og fer nú með ferðamenn til að skoða hvali, fugla og annað skemmtilegt hér úti í Faxaflóa.
	
Fjöldi ferðamanna leggur leið sína í Keflavíkurhöfn. Þessir voru mættir með myndavélarnar þegar háflóð var fyrir nokkrum dögum.
	
Strandleiðin á milli Keflavíkur og Njarðvíkur er skemmtileg og vinsæl.
	
Moby Dick er klár í hvalina.
	
Málarar að störfum á bryggjunni.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				