Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ferðalög í ýmsum myndin í norræni bókasafnaviku
Mánudagur 14. nóvember 2005 kl. 10:51

Ferðalög í ýmsum myndin í norræni bókasafnaviku

Lesið verður við kertaljós á Bókasafni Reykjanesbæjar í upphafi norrænnar bókasafnaviku mánudaginn 14. nóvember. Er þetta í 10. sinn sem vikan er haldin hátíðleg um öll Norðurlönd en þemað í ár er „Á ferð í Norðri“.

Dagskráin á safninu hefst kl. 18:00 með því að slökkt verður á rafmagnsljósum og kerti tendruð.

DAGSKRÁRLIÐIR

Fjóla Oddgeirsdóttir nemi í Njarðvíkurskóla les kaflann „Borgin á hafsbotni“ úr sögu Selmu Lagerlöf um Nilla Hólmgeirsson og ævintýraför hans um Svíþjóð.

Sönghópurinn „The Angels“ úr Njarðvíkurskóla flytur nokkur lög.

Árni Sigfússon bæjarstjóri kynnir bæjarbúum hugmyndina að Víkingarheimum við Fitjar.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Samstarfsaðilar bókasafnsins eru menningarfulltrúi og Suðurnesjadeild Norræna félagsins.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024