Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Ferðalög, rigning og birta allan sóarhringinn einkenna íslenskt sumar
Þriðjudagur 5. ágúst 2014 kl. 11:05

Ferðalög, rigning og birta allan sóarhringinn einkenna íslenskt sumar

Sumarspjall Víkurfrétta

Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir er 20 ára Keflvíkingur. Hún útskrifaðist úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja í vor og vinnur í veitingadeild IGS í sumar. Hún segir að gott veður og lyktin af nýslegnu grasi komi sér í sumarfíling og að nautakjöt sé uppáhalds grillmatur.

Hvernig hefur sumarið verið hjá þér?
Mjög fínt bara, er nýkomin heim frá Spáni þannig að maður kvartar ekki!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvar verður þú að vinna í sumar?
Í veitingadeild IGS uppi á flugvelli.

Hvernig á að verja sumarfríinu?
Vinna og spila fótbolta.

Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Er búin að fara til Noregs og Spánar í sumar, væri til í að ferðast eitthvað innanlands líka.

Eftirlætisstaður á Íslandi?
Akureyri.

Hvað einkennir íslenskt sumar?
Ferðalög, rigning og birta allan sólahringinn.

Áhugamál þín?
Fótbolti og að ferðast.

Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin?
Ætli ég verði ekki að segja útihlaup, er ekkert mjög dugleg við það á veturna.

Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Er að vinna um verslunarmannahelgina eins skemmtilega og það hljómar.

Hvað fær þig til þess að komast í sumarfíling?
Gott veður og lyktin af nýslegnu grasi!

Hvað er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Bálskotinn með Gumma Þórarins og Wiggle með Jason Derulo og Snoop Dogg.

Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Fótboltinn.


En versta?
Veðrið hefur ekkert verið upp á sitt besta seinustu sumur.

Uppáhalds grillmatur?
Nautakjöt.

Sumardrykkurinn?
Enginn sérstakur sumardrykkur en rauður Kristall+ er alltaf ferskur!