Ferðalangur á Heimaslóð sumardaginn fyrsta
Fyrirtæki á Suðurnesjum hafa ákveðið að taka þátt í verkefninu "Ferðalangur á heimaslóð" sem verður haldinn fá morgun, fimmtudaginn 24. apríl 2008. Um er að ræða árlegan viðburð sem skipulagður er af Höfuðborgarstofu.
Markmið Ferðalagns á Heimaslóð er tvennskonar:
Annars vegar að freista þess að gera heimamenn að betri gestgjöfum fyrir erlenda sem innlenda ferðamenn. Nauðsynlegt er að heimamenn séu vel upplýstir um margbreytileika ferðaþjónustunnar.
Hins vegar er tilgangur Ferðalangs á heimaslóð að bjóða heimamenn velkomna inn í heim ferðaþjónustunnar með því að þennan tiltekna dag veiti ferðaþjónustuaðilar verulegan og sýnilegan afslátt af sinni þjónustu og/ eða setji saman sérstaka ferðatengda dagskrá í þágu viðburðarins.
Ferðalangur á Heimaslóð á Suðurnesjum vill hvetja almenning og íbúa svæðisins til að kynna sér fjölbreytta ferðaþjónustu á heimaslóð. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Ýmis tækifæri eru til að skoða sig um í flestum sveitarfélögum á svæðinu. Boðið er uppá tilboð og afslætti á söfnum, veitingahúsum, frí nótt á gistihúsi, Sagnakvöld, gönguferðir, hjólaferðir og fyrirtæki á svæðinu munu gefa afslátt eða niðurfellingu gjalds á sinni þjónustu.
Upplifðu eigið umhverfið með augum ferðamannsins.
Ferðalangur er skipulagður af Höfuðborgarstofu í góðri samvinnu við Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðisins, Samtök ferðaþjónustunnar og fjölda aðila í ferðaþjónustu. Tengiliður Ferðalangs á Suðurnesjum er Upplýsingamiðstöð Reykjaness Hafnargötu 57, 230 Reykjanesbær Sími: 421 6777, [email protected]
Dagskrá:
Garður
Byggðasafnið í Garði
Skagabraut 100, 250 Garðskaga
Opið frá 13:00 – 18:00. Leiðsögn um safnið og kynning á vörum og lendingum í Garði þá verður stóri vitinn opinn og sagt frá skipsströndum á Garðskagaflös.
Flösin veitingahús
Skagabraut 100, 250 Garðskaga
Sjávarréttahlaðborð, Borðapantanir í síma 691 1615
Heitar samlokur og franskar kartöflur fyrir börn
Kaffi, súkkulaði og gott meðlæti.
Grindavík
Bláa Lónið
Opið 10:00 – 20:00. Tveir fyrir einn fyrir Íslendinga allan daginn.
Sundlaug Grindavíkur, Austurvegi 1 240 Grindavík,
Opið kl 10:00 - 13:00. Frítt í sund
Aðal-Braut, Víkurbraut 31, 240 Grindavík
Ís í brauði kr 99.-
50% afsláttur af tómatbrauði, hvítlauksbrauði og vínarbrauðslengjum í bakarí.
Kókómjólk og snúður kr 279.-
N1 Aðal-Braut -4 kr afsláttur af bensíni.
Mamma mía pizzahús Hafnargötu 7a, 240 Grindavík
20 % afsláttur af pizzum á matseðli.
Salty Tours, Saltfissetur 240 Grindavík
Frí kynningarferð með Salty tour. Skemmtileg ferð frá Bláa Lóninu til Grindavíkur. Boðið er uppá skemmtilega og fræðandi ferð um Grindavík þar sem megináherslan er á upplifun í útgerðarbæ með viðkomu í Saltfisksetrinu.
Saltfisksetur Íslands, Hafnargata 12a, 240 Grindavík
Opið 11:00 – 18:00
Tveir fyrir einn í safnið allan daginn
Eldfjallaferðir bjóða upp á 1.-2. tíma gönguferð með leiðsögn. Mæting við bílastæði Bláa lónsins kl. 10:10. Gengið verður í hrauni að Gálgaklettum, Sundhnúkum og Vatnsheiði.
Anna og Sólveig, hjólaferðir, Þórkötlustöðum, 240 Grindavík
Boðið verður upp á hjólaferðir frá Þórkötlustöðum kl.14:00. Erum með 20 hjól og hjálma, frá 14 ára og uppúr. Allir velkomnir að koma og heilsa upp á okkur, og njóta þess sem Þórkötlustaðir og nágrenni hafa upp á að bjóða.
Fjórhjólaævintýraferðir.
Ferðir frá Saltfisksetri Íslands Hafnargata 12a, 240 Grindavík
Kl 13:00 – 17:00 hver ferð 20-30 mín verð er 3000kr á hjólið eða 1500 á mann þar sem tveir geta verið á hjóli.
Tilboð fyrir hópa um morguninn og eftir kl 17:00 tveir fyrir einn upplýsingar í síma 8573001
Reykjanesbær
Gallery Björg Hafnargötu 2, Reykjanesbæ opið 13:00 – 18:00
15 % afsláttur af völdum íslenskum prjónavörum, heitt á könnunni.
Jöklaljós kertagerð, Grófin 2, Reykjanesbæ.
Opið 13:00 – 17:30. 10% afsláttur af öllum vörum í tilefni sumarkomunnar.
Iceglass glerblástur, Grófin 2, Reykjanesbær
Opið 13:00 – 20:00
10% afsláttur af öllum vörum
GG guesthouse Sólvallargata 11, Reykjanesbær
Frí gisting eina nótt fyrir eða eftir Sumardaginn fyrsta (fyrstir koma fyrstir fá)
Verkstæði/vinnustofan Icelandcrafts/HH Handverk, Fjósið í Koti, Sjávargötu 28, Reykjanesbæ.
Opið almenningi 14:00-17:00
Boðið verður upp á sýnikennslu í leiserskurði, kortagerð svo og verða ýmsar föndurvörur til sölu á afslætti. Heitt kaffi á könnunni og allir fá lítið handverki heim með sér.
Duushús, Duusgötu 2 - 8 Reykjanesbæ
Opið 13:00 – 18:00. Bátasafn Gríms Karlssonar, Listasafn og Poppminjasafn. Frítt inn.
Sandgerði
Vitinn veitingahús, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði
11.30 - 14-30 Brunch kr. 700.-
14.30 - 17.30 Vöfflur m/ rjóma og rabbabarasultu, kaffi eða heitt kakó kr. 350.-
18.00 - 21.00 Sjávarréttahlaðborð m/ sushi lagað af matreiðslumeisturum Vitans kr.1.450.-
Listatorg Sandgerði, Vitatorgi, 245 Sandgerði
Opið kl 13:00-17:00 þar eru félagar með ýmislegt handverk til sölu. Í sýningarsalnum verður sérstök listasýning barna úr Grunnskólanum í Sandgerði
Kl.14:30 býður Marta Eiríksdóttir upp á hláturjóga fyrir gesti og gangandi.
Fræðasetrið Garðveg 1, 245 Sandgerði
Opið kl 13:00 til 17:00
Sagnakvöld verður haldið í Fræðasetrinu kl 20:00 – 22:00. Enginn aðgangseyrir.
Dagskrá:
Síðasti geirfuglinn. Ómar Smári Ármannson, mun segja sögur af síðasta geirfuglinum.
Hvalaskoðun. Helga Ingimundardóttir, leiðsögumaður mun segja frá hvölum og ýmsu öðru sem hún hefur kynnst í ferðum sínum.
Sáðmenn sandanna. Friðrik G. Olgeirsson, sagnfræðingur tók saman efni í bókina, Sáðmenn sandanna mun mun segja frá hvernig Íslendingar sneru vörn í sókn, stöðvuðu uppblástur á verstu foksvæðunum, björguðu byggðum og klæddu landið fögrum litum gróðurs á ný en Sandgerði var ein af þeim byggðum.