Ferðalagasumarið mikla hjá Jóni Garðari
Jón Garðar er 17 ára nemi úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Jón Garðar hefur verið að vinna í Sambíóunum í Keflavík í vetur og segist hann ætla að halda því áfram út sumarið. Það sem Jóni finnst einkenna gott íslenskt sumar eru útilegur og að ferðast bæði utan- sem innanlands og ætlar hann svo sannarlega að gera það í allt sumar.
Aldur og búseta?
Ég er 17 ára og bý í InnriNjarðvík.
Starf eða nemi?
Er á viðskipta- og hagfræðibraut í FS og er vaktstjóri í Sambíóunum í Keflavík.
Hvernig hefur sumarið verið hjá þér?
Bara nokkuð kósý. Búinn að fara tvisvar til útlanda og einnig upp í bústað með fjölskyldu og vinum.
Hvar verður þú að vinna í sumar?
Ég verð í bíóinu í sumar en svo verð ég einnig að spasla og mála húsið.
Hvernig á að verja sumarfríinu?
Í sumar ætla ég að ferðast mikið bæði til útlanda og innanlands. Ég ætla líka að sinna áhugamálinu og fara á marga fótboltaleiki. Annars bara go with the flow og taka öllum tækifærum sem mér eru gefin.
Ætlar þú að ferðast í sumar, og hvert þá?
Ég er búin að fara til Englands og Spánar og á eftir að fara til Tenerife. Ég ætla upp í bústað og fleiri ferðalög hérlendis.
Eftirlætisstaður á Íslandi?
The city of joy. Alltaf geggjað veður þegar maður fer til Akureyrar á sumrin.
Hvað einkennir íslenskt sumar?
Rigning og fótboltaleikir.
Áhugamál þín?
Ég stunda fótbolta af krafti og er það þá fótbolti en líka það ferðast með geggjuðu fólki eins og vinum og fjölskyldu.
Eitthvað sem þú stundar aðeins á sumrin?
Fara í útileigur með fjöllunni eða vinum.
Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina?
Pæling að vera upp í bústað en fara svo dagsferð á laugardeginum til Eyja en ekkert staðfest ennþá.
Hvað fær þig til þess komast í sumarfíling?
Íslensk sumartónlist.
Hver er sumarsmellurinn í ár að þínu mati?
Þjóðhátíðarlagið í ár, Þúsund hjörtu.
Hvað er það besta við íslenskt sumar?
Klárlega útihátiðirnar, ekkert sem toppar þær.
En versta?
Þegar það er ömurlegt veður á útihátíðunum.
Uppáhaldsgrillmatur?
Klassískt lambalæri er í miklu uppáhaldi á sumrin.
Sumardrykkurinn í ár?
Fanta Lemon, sérstaklega þegar það er sól.