Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fer í ræktina á aðfangadag
Fannar og fjölskylda.
Miðvikudagur 24. desember 2014 kl. 12:00

Fer í ræktina á aðfangadag

Jólaspjall VF

Sandgerðingurinn Guðmundur Fannar Sigurbjörnsson, oftast kallaður Fannar,
bregður sér yfirleitt i ræktina á aðfangadag. Fannar sem er Kokkur á netabátnum Erling KE, verður að fá að finna lyktina af skötu á Þorláksmessu, þrátt fyrir að borða hana ekki sjálfur. Hann verður virkilega sáttur ef hann fær bók í jólagjöf.

Hver er besta jólamyndin?
Það er ekki hægt að halda jól án þess að horfa á Die Hard 1.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvaða lag kemur þér í jólaskap?
"Þegar jólin koma" með Á móti sól kemur mér alltaf í jólaskap, Svo eru líka  lög eins og "Komdu um jólin" með Gunnari Ólafssyni og "Ef ég nenni" með Helga Björns. Svo er lagið "Hvít Jól" í fluttningi Klassart systkinana Smára og Fríðu að koma sterkt inn þessi jól.

Ertu vanafastur um jólin, eitthvað sem þú gerir alltaf?
Ég fer alltaf í alltaf í ræktina á aðfangadag og svo eru næstu dagar undirlagðir af matarboðum hjá ömmum og öfum og foreldrum og má maður helst ekki missa af neinu þeirra.  Annars verða þetta fystu jólin sem ég held heima með unnustu minni og sonum, svo það er kominn tími á að byrja okkar eigin og nýjar hefðir.

Hvernig er dæmigerður aðfangadagur hjá þér?
Þegar við vöknum þá kíkja allir fjölskyldumeðlimir útí glugga og athuga hvað
Kertasníkir hafi fært þeim í skóinn, Því næst er farið í ræktina og eftir hana eru jólakortin borin út í hús. Svo er bara slappað af og farið í jólabaðið, krakkarnir opna einn pakka kl.6 áður en það er borðað. Eftir matinn er klárað að opna pakkana og svo kíkt í kaffi annaðhvort hjá mömmu eða tengda mömmu

Eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Þríhjólið sem ég fékk þegar ég var ekki nema c.a. 3 eða 4 ára, Að fá pakka sem var stærri en ég sjálfur hverfur ekki úr minni mér. Líklega finnst mér ég bara muna eftir þessu útaf myndum sem voru teknar.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur með brúnuðum kartöflum, eplasalati og jóla sveppa sósunni hennar mömmu, það er mjóg mikilvægt að hafa réttu sósuna. Herlegheitunum er svo skolað með blöndu af malt og appelsín.

Eftirminnilegustu jólin?
Jólin 2011 þegar eldri guttinn minn fór að fatta allt þetta jóla stúss og öll jól eftir það, að eignast barn breytir alveg jólunum fyrir manni, að fá að fylgjast með gleði litlu krílana og verður þetta bara skemmtilegra með hverju ári

Hvað langar þig í jólagjöf?
Ég verð mjög ánægður ef ég fæ góða bók til að lesa, þá eru spennu- eða
ævintýra bækur  efst á óska listanum (smá hint til fjölskyldunar þá voru bæði Stefán Máni og Arnaldur að gefa út bækur)

Eru einhverjar hefðir í kringum Þorláksmessu hjá þér? (Borðar þú skötu?)
Nei ég borða ekki skötu og mun líklega ekki gera það úr þessu en ég verð að fá að finna lyktina á Þorláksmessu og fer því heim til pabba þar sem hann býður ættingjum og vinum í skötu.