Fengu snjósleða að gjöf
Hjónin Erla Þorsteinsdóttir og James N. Robertson komu færandi hendi og gáfu Heiðarholti sérsmíðaðan snjósleða, sem nýtist fötluðum börnum sérstaklega vel að sögn Katrínar Júlíu Júlíusdóttur, forstöðumanns Skammtímavistunarinnar Heiðarholts.
James smíðar og selur ýmislegt úr viði og er búsettur í Garðinum. Hann átti þennan sleða og varð hugsað til Heiðarholts þegar hann sá að ekki var eftirspurn eftir honum eins og er, en sagðist jafnframt geta búið til nýjan ef einhver óskaði eftir. Það var eins og við manninn mælt að þegar sleðinn var kominn í Heiðarholtið byrjaði að snjóa og allt var orðið hvítt á innan við hálftíma eftir að gjöfin var komin í hús. „Við í Heiðarholti erum snortin og afar þakklát fyrir rausnarlega gjöf,“ segir Katrín Júlía.
James heldur úti facebooksíðunni: Ýmis smíði úr tré.
James við sleðann góða.