Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fengu rennibekk í trésmíðastofu
Föstudagur 4. apríl 2008 kl. 16:46

Fengu rennibekk í trésmíðastofu

Stóru-Vogaskóli fékk góða gjöf í morgun þegar Hanna Helgadóttir, formaður kvenfélagsins Fjólu, afhenti skólanum, fyrir hönd félagsins, rennibekk til nota í trésmíðastofu skólans.

Bekkurinn, sem er að verðmæti kr. 300.000 er afar fullkominn og mun eflaust koma til með að efla starf skólans um ókomna tíð.

Skólinn hefur annars fengið fjölmargar góðar gjafir í vetur, m.a. frá Lionsklúbbnum, Geysi Green Energy, Snertu ehf. og fleirum.

Segir Sveinn Alfreðsson, skólastjóri, að það sé gaman að finna þennan góða stuðning í samfélaginu og það lyfti skólastarfinu á hærra plan.
VF-mynd/Þorgils - Hanna Helgadóttir ásamt Ingólfi Andréssyni, nema í Stóru-Vogaskóla, sem mun eflaust nýta sér rennibekkinn í framtíðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024